„Hjónin sem Hæstiréttur dæmdi í vil í gengislánamálinu.“ Þetta orðalag hefur oftar en ekki verið notað um hjónin Mariu Elviru Mendez Pinedo og Sigurð Hrein Sigurðsson.

Maria Elvira er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, en ásamt manni sínum hefur hún höfðað þónokkur mál gegn Dróma vegna gengislána sem þau hjón tóku. Miðað við dóm hæstaréttar voru lánin tekin í tengslum við fjórar fasteignir sem þau hjón keyptu.

Maria Elvira er fædd á Spáni og menntaður lögfræðingur þaðan. Hún hefur lengi starfað á Íslandi og hefur á síðustu árum verið virkur þátttakandi í umræðu um ýmis mál tengd efnahagshruninu.

Nú síðast kom Maria Elvira fram í Silfri Egils og ræddi efnhagsþrengingar á Íslandi og Spáni auk þess sem hún greindi frá rannsóknum sínum á hinni íslensku verðtryggingu. Maria Elvira vill meina að verðtrygging standist ekki evrópulög og hefur leitað til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og EFTA til að fá úr því skorið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.