Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir hefur dregið framboð sitt til stjórnar Regins hf. til baka, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun bauð hún sig fram bæði til stjórnar og varastjórnar félagsins.

Hún situr nú í varastjórn og hyggst bjóða sig áfram þangað, ásamt með Finni Reyr Stefánssyni sem einnig situr þar nú. Um tvö varastjórnarsæti er að ræða, og eru þau því sjálfkjörin.

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 14. mars næstkomandi í Hörpu, í fundarsalnum Rímu klukkan 17:00.

Eftirtaldir hafa því boðið sig fram til stjórnar:

  • Albert Þór Jónsson, fæddur 1962
  • Bryndís Hrafnkelsdóttir, fædd 1964
  • Guðrún Tinna Ólafsdóttir, fædd 1975
  • Heiðrún Emilía Jónsdóttir, fædd 1969
  • Tómas Kristjánsson, fædd 1956

Þar sem fimm sitja í stjórn eru sjálfkjörið í stjórnina nú eftir að sjötta framboðið hafði verið dregið til baka. Þar sem kynjakvótar gilda í framboði til stjórnar félagsins þá hefðu karlarnir tveir, Albert Þór og Tómas, stjórnarformaður, verið sjálfkjörnir en kjósa hefði þurft á milli kvennanna.