Hjörleifur B. Kvaran hrl. er genginn til liðs við lögfræðiþjónustuna Nordik sem einn af meðeigendum stofunnar. Hjörleifur starfaði meðal annars áður sem borgarlögmaður, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Orkuveitu Reykjavíkur og síðan sem forstjóri fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nordik.

„Verkefni Nordik eru aðallega á sviðum er tengjast atvinnu- og viðskiptalífi og mun liðsauki Hjörleifs auka við þá sérþekkingu sem Nordik hefur þegar upp á að bjóða. Helstu starfssvið Hjörleifs eru orkuréttur, samningaréttur, stjórnsýsluréttur, sveitastjórnarréttur og samkeppnisréttur. Stærstu verkefni Nordik til þessa hafa verið á sviði endurskipulagningar fyrirtækja, Evrópuréttar, skatta­­réttar, félaga- og fyrirtækjaréttar.

Samhliða stofunni er einnig rekið framsækið ráð­gjafa­fyrirtæki á sviði fjármála og reikningsskila, Nordik Finance,“ segir í tilkynningunni.