Hjörtur Grétarsson hefur tekið við stöðu sviðsstjóra fasteignaskrár hjá Þjóðskrá Ísland.

Hjörtur var upplýsingatæknistjóri Reykjavíkurborgar síðastliðin 8 ár. Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Sjóvá-Almennra trygginga og síðar í Íslandsbanka á árunum 1998 – 2004. Áður starfaði hann sem verkefnastjóri, stjórnandi og sérfræðingur hjá Granda hf., Tæknivali og Seðlabanka Íslands. Frá 1988 hefur hann einnig starfrækt ráðgjafafyrirtækið Hugís sem hefur m.a. unnið fyrir Kaupþingbanka, Fjármálaráðuneytið, Landsnet og Hraðfrystihúsið Gunnvör. Í störfum sínum hefur Hjörtur komið að endurskipulagningu ferla, útskiptingu og smíði upplýsingatæknikerfa, breytingastjórnun sem og endurskipulagningu og sameiningu starfseininga.

Hjörtur hefur verið virkur í stjórnum og nefndum m.a. sem stjórnarformaður Specialisterne ses, formaður Umsjónarfélags einhverfra (nú Einhverfusamtökin), gjaldkeri Icepro, í stjórn SKÝ, í Siglingaráði og stefnumótunarnefndum á vegum ríkis og sveitarfélaga.

Hjörtur er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá HÍ og MBA gráðu frá Rotterdam School of Management. Hann er kvæntur Helgu Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjögur börn.