Um 15 hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilinu Eir af hátt í 40 hafa sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi 1. júní næstkomandi. Sigurður Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Eirar, segir í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is , ástæðu uppsagnanna ójöfnuður í kjörum sem hafi komið til vegna jafnlaunaátaks.

Mbl.is segir sumar stofnanir hafa fengið framlög frá ríki vegna jafnlaunaátaksins en ríkisstofnanir á borð við Landspítala og fleiri setið eftir og það leitt til ójafnaðar í kjörum. Þar á meðal eru Eir, Hrafnista, Grund og fleiri.

Sigurður segir í samtali við mbl.is Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hafa talað um að ekki hafi verið til fjárhagsheimildir fyrir átakinu og verður þetta því ekki bætt. Það hleypi illu blóði í kjaramálin hjá Eir.