Fé­lags­menn í Fé­lagi ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga samþykktu verk­falls­boðun hjá þeim hjúkr­un­ar­fræðing­um sem starfa sam­kvæmt kjara­samn­ingi fé­lags­ins. Rúmlega 76% félagsmanna tóku þátt í kosningunni og voru 90,65% fylgjandi verkfallsboðuninni. Greint er frá þessu á mbl.is .

Ótímabundnar verkfallsaðgerðir munu hefjast hafi samningar ekki tekist á miðnætti 27. maí næstkomandi. Þá munu rúmlega tvö þúsund hjúkrunarfræðingar leggja niður störf.