Samningar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verða lausir 30. apríl. Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, segir að kröfurnar hafi verið lagðar fram fyrir viku. „Við höfum ekki gefið kröfur okkar upp opinberlega enda eru samningar ekki lausir,“ segir Ólafur.

„Okkar áhersla er aðallega á hækkun grunnlauna. Við horfum algjörlega á kjarasamningana sem gerðir voru við lækna. Hjúkrunarfræðingar eru verr launaðir en aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn og við förum fram á að sá munur verði leiðréttur. Ríkið hefur boðið okkur 3,5% hækkun launa en við afþökkuðum það pent. Það er mikill hugur í mínu fólki. Ég er búinn að ferðast um allt land og hitta hjúkrunarfræðinga og það eru allir tilbúnir að gera það sem þarf til að ná fram því sem við þurfum. Við útilokum ekki verkfallsaðgerðir, þær eru alveg inni í myndinni.“

Fjallað er ítarlega um yfirvofandi verkföll í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .