Hong Kong Airlines (HKA) hefur nú pantað 10 Airbus A380 flugvélar. Samkvæmt listaverði Airbus er virði pöntunarinnar um 3,8 milljarðar Bandaríkjadala.

Frá þessu er greint á vef BBC en pöntunin kemur til í miðjum viðskiptadeilum Kína og Evrópusambandsins. Deilan kemur til þar sem stjórnvöld í Beijing ætla sér ekki að viðurkenna áætlun Evrópusambandsins um aðgerðir vegna losun kolefnis.

Vélarnar verða að mestu leyti notaðar í flug á milli Hong Kong og Evrópu að sögn Kenneth Thong, stjórnarformanns HKA. Félagið á þegar pantaðar 16 Airbus A330 vélar sem einnig verða nýttar í flug á milli Hong Kong og Evrópu.

Í samtali við Bloomberg fréttaveituna sagðist Thong gera ráð fyrir miklum viðskiptatengslum á milli Asíu og Evrópu eftir að núverandi fjármálakrísa er gengin um garð.

Forsvarsmenn Airbus voru þó farnir að óttast það að ekkert yrði af pöntun HKA sem hefur átt í viðræðum við Airbus lengi. Sem fyrr segir leggjast stjórnvöld í Kína gegn áætlun Evrópusambandsins um losun kolefna, sem meðal annars fela það í sér að kaupendur flugvélar þurfa að greiða fyrir þær hærra verð.

Frá framleiðslu Airbus A380 í Toulouse í Frakklandi.
Frá framleiðslu Airbus A380 í Toulouse í Frakklandi.
© Gísli Freyr Valdórsson (VB MYND/GFV)

Frá framleiðslu Airbus A380 í Toulouse í Frakklandi.