Miðað við breyttar forsendur greiningardeildar KB banka hækkar verðmatsgengið á bréfum Bakkavarar úr 17,7 í 24,8 eða sem nemur 40% hækkun frá síðasta verðmati. "Þrátt fyrir að flestar kennitölur af markaði bendi til þess að núverandi verðlagning á bréfum Bakkvarar feli í sér miklar væntingar til stjórnenda þess og niðurstaða verðmats okkar sé undir núverandi markaðsverði, teljum við mjög mikla möguleika felast í sameiningu/yfirtöku Bakkavarar og Geest sem gerir bréf Bakkavarar að einum áhugaverðasta fjárfestingarkostinum í Kauphöll Íslands," segir greiningardeild KB banka.

Þar segir ennfremur: "Við mælum nú með að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu í stað sölu áður og í dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenskum hlutabréfamarkaði mælum við nú með yfirvogun í stað markaðsvogunar áður."

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar frá síðasta verðmati sem eru flestar til hækkunar verðmats. Mest áhrif hafa forsendur um meiri vöxt félagsins á næstu árum í kjölfar væntanlegrar nýrrar verksmiðju félagsins. Félagið hefur að undanförnu aukið eignarhlut sinn í Geest Plc. upp í rúm 20% og beitir nú hlutdeildaraðferð við færslu á rekstraafkomu í uppgjöri Bakkavör Group. Í greiningunni meta þeir KB banka menn eignarhlutinn hins vegar að markaðsvirði eins og um órekstrartengda eign í fyrri verðmötum okkar á félaginu.

Þess má geta að KB banki á umtalsverðan hlut í Bakkavör.