Greining Íslandsbanka hefur gefið út nýtt verðmat á Össuri. Niðurstaða verðmatsins er 395 m. dollara. Umreiknað í krónur miðað við gengi dollara 65,6 er verðmatið 25,9 ma.kr. sem gefur verðmatsgengið 82,5. Síðasta verðmat var gert í nóvember 2004 og var niðurstaða þess verðmatsgengið 79.

"Á grundvelli verðmatsins mælum við með að fjárfestar haldi bréfum í Össuri. Er það ráðgjöf okkar til lengri tíma litið. Við mælum með að fjárfestar markaðsvegi bréf Össurar í eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum og er það skoðun okkar til skemmri tíma litið," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.