Ekkert lát virðist vera á hækkunum á hlutabréfamarkaði Víetnams sem hækkaði um 144% árið 2006; það sem af er þessu ári hefur hann hækkað um 30%, samkvæmt fréttaskeyti DowJones.

Ríkisstjórn landsins hefur tilkynnt aðgerðir af hálfu yfirvalda til að bregðast við þessum sem miklu hækkunum, sem hún hefur áhyggjur að muni leiða til ójafnvægis.

Samkvæmt fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar mun ráðuneytið krefjast víðtækari upplýsinga frá erlendum sjóðsstjórum sem hafa hug á því að hefja starfsemi í Víetnam. Auk þess sem ríkisstjórnin mun ekki breyta núverandi hlutabréfalögum - eins og sérfræðingar höfðu búist við - sem banna erlendum aðilum að eiga meira en 49% í skráðum fyrirtækjum á markaði.

Erlendir aðilar fjárfestu meira í víetnömskum hlutabréfum í síðasta mánuði heldur en þeir gerðu í filippseyskum hlutabréfum, enda þótt sá markaður sé næstum fimm sinnum stærri.

Á þessu ári hafa stjórnvöld kommúnista í Víetnam áætlanir um að einkavæða fjölmörg ríkisrekin fyrirtæki, m.a. viðskiptabanka, fataframleiðslu og brugghús.