Sérfræðingar hjá Centre for Global Energy Studies (CGES) telja að ekki verði komist hjá hækkunarhrinu á olíu á heimsmarkaði í sumar vegna þeirrar einföldu ástæðu að eftirspurn muni verða mun meiri en framboðið. Þeir telja ólíklegt að Samtök olíuframleiðsluríkja (OPEC) muni auka framboð á markaði sökum þess að þau vilja halda verðinu á hráolíu yfir sextíu Bandaríkjadölum á fatið. Sérfræðingar CGES telja að sveiflur verði miklar á þróun verðs á meðan að OPEC miðar við sextíu dalina.