Hlutabréfamarkaðir hækkuðu í Bandaríkjunum í dag en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar voru það helst hækkandi orku og málmverð sem orsakaði hækkanir á mörkuðum.

S&P 500 orkuvísitalan hækkaði um 4,7% í ljósi hækkana á olíu, gasi og málmi.

Þar munaði talsverðu um orkurisan Chesapeake Energy um 23% í dag eftir að gas hækkaði um rúmlega 2%. Þá hækkaði Chevon olíufélagið um 3,8% í dag.

Olíuverð hækkaði um 3,4% á mörkuðum í New York eftir að fjölmiðlar greindu frá vangaveltum þess efnis að OPEC ríkin muni draga úr framleiðslu vegna gífurlegra lækkana á olíu undanfarna mánuði.

Rétt er að hafa í huga að fyrir um hálfu ári kostaði tunnan af hráolíu rúma 140 Bandaríkjadali en við lok markaða í dag kostaði hún 53,5 dali.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,2%, Dow Jones um 0,8% og S&P 500 hækkaði einnig um 1,1%.

Athygli vekur að gengi bílaframleiðanda hreyfðist lítið í dag þrátt fyrir að Hvíta húsið og Bandaríkjaþing hafi náð samkomulagi um björgunaraðgerðir til handa GM, Ford og Chrysler.

Samkvæmt vef Reuters fréttastofunnar er hins vegar óvissa um hvort báðar deildir þingsins samþykki aðgerðirnar.