Seðlabanki Svíþjóðar tilkynnti í dag um stýrivaxtahækkun um 25 punkta í 4.25%, en um var að ræða elleftu stýrivaxtahækkunina frá því í janúar 2006. Vegvísir Landsbankans segir frá þessu.

Bloomberg fréttaveitan hafði leitað til fjölda hagfræðinga fyrir ákvörðunina, og allir sem einn svöruðu því til að að vextir myndu haldast óbreyttir. Kom því ákvörðunin talsvert á óvart.

Vextir hafa ekki verið svona háir þar í landi síðan síðla árs 2002, en þá var verðbólga í 14 ára hámarki.  Óvissa þykir ríkja um efnahagsástandið í Svíþjóð, og vonast bankastjórnin til þess að koma í veg fyrir aukinn verðbólguþreysting með þessum aðgerðum sínum. Verðbólga í Svíþjóð í desember mældist 3.5%

Seðlabanki Íslands tilkynnir um stýrivaxtaákvörðun sína á morgun, og mun rökstyðja hana á blaðamannafundi kl. 11 í fyrramálið.