Hlutabréf í Evrópu hækkuðu í dag, en fyrir hækkuninni fór svissneski bankinn Credit Suisse og lyfjafyrirtæki, t.d. Novartis. Credit Suisse hækkaði um 4,2% og Novartis um 2,9% í dag.

FTSEurofirst 300 vísitalan endaði 0,1% hærri en í byrjun dags eftir að hafa lækkað um 1,3% fyrripartinn. Það eru hins vegar ýmist grænar eða rauðar tölur sem blasa við á mörkuðum víðs vegar um álfuna.  Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,54%. AEX vísitalan í Amsterdam lækkaði um 1,08% og DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um 0,38%. Þá lækkaði CAC vísitalan í París um 0,30%.

Í Osló lækkaði OBX vísitalan um 1,78% og í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 0,40%.

Í Bandaríkjunum hafa bréf hækkað það sem af er degi. Nasdaq vísitalan hefur hækkað um 1,02%, Dow Jones um 0,95% og Standard & Poor´s um 0,81%.