Hlutabréfamarkaðir hækkuðu í Bandaríkjunum í dag, annan daginn í röð en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu hækkanir dagsins.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 2,9%, Dow Jons um 2,1% og S&P 500 um 2,6%.

Markaðir lækkuðu strax við opnum markaða á Wall Street en hækkuðu þó undir hádegi á staðartíma eftir að rannsóknarfyrirtækið ComScore kynnti tölur sem gefa til kynna að netverslun vestanhafs hefði aukist um 15% milli ára sem er þvert á við allar væntingar.

Sem dæmi um hækkanir má nefna að Amazon  hækkaði um 10% á aðeins nokkru mínútum eftir að tölurnar voru kynntar.