Vefur Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) hefur vökul augu á verðskrárbreytingum afurðastöðvanna og fylgist grannt með örum breytingum á síðustu dögum.

Þetta kemur fram á vef Bændablaðsins.

LS greinir frá því að þrír sláturleyfishafar hafi hækkað verðskrár sínar sl. föstudag og um helgina. Þar kemur fram að Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH hækkuðu verð sitt á dilkakjöti til útflutnings úr 285 kr. kg. í 306 kr. kg, en áður höfðu þessi fyrirtæki tilkynnt um 20% hækkun ofan á þau verð sem greitt var á síðastliðnu haust.

Þá gaf Sláturfélag Suðurlands út nýja heildarverðskrá. Hækkun fyrirtækisins á dilkakjöti er nú 18,5% frá fyrra ári auk sérstakrar hækkunar á matsflokk R3 sem hækkar um 19,8% skv. frétt frá SS.

SAH afurðir gáfu einnig út nýja heildarverðskrá. Hækkun fyrirtækisins á dilkakjöti er nú 18% á m.v. innanlandsmarkað skv. frétt frá SAH.

Nánari upplýsingar um samanburð á verðskrám má finna á www.saudfe.is auk þess sem hægt er að sækja þaðan alla verðlista.