Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum strax við opnun markaða í New York. Nasdaq hefur hækkað um 0,4% en Dow Jones og S&P 500 hafa hækkað um 0,5%.

Jákvætt uppgjör Johnson & Johnson og fréttir af sameiningu flugfélaga virðast þannig hafa haft jákvæð áhrif á markaði að mati Bloomberg fréttaveitunnar.

Hækkun í Evrópu

Í Evrópu hafa hlutabréf einnig hækkað eftir að hafa dansað við núllið í morgun. Þannig hefur FTSEurofirst 300 vísitalan hækkað um 0,25% eftir að hafa lækkað um 0,1% í morgun.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 1,8% en í Amsterdam hefur AEX vísitalan hækkað um 1% sem og DAX vísitalan í Frankfurt og CAC 40 vísitalan í París.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkað um 1% en í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 2,5%