Hlutabréf hafa hækkað í Bandaríkjunum frá því að opnað var fyrir viðskipti kl. 13:30 að íslenskum tíma. Nasdaq hefur hækkað um 0,3%, Dow Jones um 0,15% og S&P 500 um 0,25%.

Í Evrópu hafa markaðir hækkað það sem af er degi eins og áður hefur komið fram. Þannig hefur FTSEurofirst 300 vísitalan hækkað um 0,25%.

Í Lundúnum, Amsterdam, Frankfurt og París hafa markaðir hækkað um 0,4% það sem af er degi.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkað um 0,9% og í Osló hefur OBX vísitala hækkað um 0,8% eftir að hafa lækkað um 0,7% í morgun.