Þær erlendu vísitölur sem greiningardeild Kaupþings banka ber saman við íslenska markaðinn hafa allar hækkað það sem af er fjórðungs. Íslenska Úrvalsvísitalan hefur hækkað minnst.

?Norska OBX vísitalan hefur hækkað mest eða um 16,2%. Rússneska Otob vísitalan hefur hækkað um 15,4% og hefur því hækkað næst mest allra vísitalnanna. [...]

Hinar norrænu vísitölurnar, sænska OMX, danska KFX og finnska HEX, eru í sæti fjögur til átta yfir þær vísitölur sem hafa hækkað mest á fjórðungnum,? segir greiningardeildin. Þessar vísitölur hafa allar hækkað frá áramótum.

?Þar trónir rússneska Otob vísitalan á toppnum en hún hefur hækkað um 71,2% frá áramótum. Norska OBX vísitalan hefur hækkað næst mest eða um 29,6%. Sú vísitala sem hefur hækkað minnst á þessum tíma er japanska Nikkei vísitalan en hún hefur hækkað um 5% frá áramótum. Íslenska Úrvalsvísitalan er í níunda sæti af sautján og hefur hækkað um 16,5% það sem af er árinu,? segir greiningardeildin.