Toyota og Samsung leiddu hækkun hlutabréfa á markaði í Asíu í dag. Hækkunin er tengd væntingum fjárfesta um að seðlabanki Bandaríkjanna munu lækka stýrivexti sína á innan tíðar til að styrkja útflutning.

Hækkum Toyota og Samsung er sú mesta í tvær vikur. Af fjármálastofnunum var hækkun Mitsubishi Financial Group mest. Í Hong Kong hækkaði Sino Land mest af byggingarþróunar fyrirtækjum.

Kínverska tryggingafélagi Ping An keypti í gær 4,2% hlut í Fortis, stærsta fjármálfyrirtæki í Belgíu, fyrir 1,81 milljónir evra. Hlutabréf í Fortis hækkuð ört í kjölfar kaupanna.

Með kaupunum bætist Fortis í hóp félaga eins og Barclays, Bear Spearns, Blackstone Group og Standard Bank sem Kínverjar hafa fjárfest í undanfarið.

Vísitölur hækkuðu nánast yfir línuna í Asíu í dag. Topix í Tókýó hækkaði um 2,6%, Hang Seng  í Hong Kong hækkaði um 4% og CSI 300 í Kína um rúm 4%. S&P/APX 200 í Ástralíu hækkaði um 1,2% og KRX 100 í Suður Kóreu um 2,6%.

NZX50 vísitalan í Nýja Sjálandi lækkaði um 0,1% og Ho Chi Minh í Víetnam um 0,5%.