Markaðir hækkuðu töluvert í Bandaríkjunum í dag og er hækkunin sú mesta í tvær vikur.

Hækkun varð á bréfum orkufyrirtækja og í fasteignabransanum. Þannig hækkuðu bréf í Exxon og Chevron mest af orkufyrirtækjum.

Verslunarkeðjan Wal-Mart kynnti aukinn hagnað á hvern hlut í dag sem kom nokkuð á óvart.

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast vestanhafs og sýna tölur aukningu í atvinnuleysi á milli vikna. Spár eru einnig svartsýnar í atvinnumálum.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 6,5% í dag, Dow Jones hækkaði um 6,67% og Standard & Poors hækkaði um 6,92%.

Olíuverð hækkaði um 5,34% í dag eða um 3 bandaríkjadali. Olíutunnan kostaði 59,16 bandaríkjadali við lokun markaða nú síðdegis.