Markaðir hækkuðu í Bandaríkjunum í dag. Aðalástæður hækkana eru þær að samdráttur í hagkerfinu reyndist ekki jafn mikill og spáð hafði verið.

Verg landsframleiðsla á þriðja ársfjórðungi sýnir minni samdrátt í hagkerfi Bandaríkjanna en búist hafði verið við.

Samdráttur í bandaríska hagkerfinu mældist 0,3% á síðastliðnum ársfjórðungi.

Atvinnuleysi hefur sömuleiðis staðið í stað frá síðustu sem kom á óvart en búist hafði verið við fjölgun atvinnulausra. Intel, Disney og JP Morgan Chase & Co hækkuðu öll um rúm 5,3%.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 2,49%, Dow Jones hækkaði um 2,15% og Standard & Pours hækkaði um 2,57%. Olíuverð lækkaði í dag um 3,47% og kostaði olíutunnan 65,16 bandaríkjadali við lokun markaða nú síðdegis.