Markaðir í Bandaríkjunum hækkuðu töluvert í dag mörgum til mikillar ánægju, en markaðir hafa lækkað undanfarna þrjá daga.

Tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum, sem birtast vikulega, sýna minna atvinnuleysi en búist var við. Slíkt hefur jákvæð áhrif á markaði auk þess sem vísitala neysluverðs (CPI) hélst óbreytt í septembermánuði.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 5,49%, Dow Jones hækkaði um 4,62% og Standard & Pours hækkaði um 4,19%.

Olíuverð lækkaði í dag sem svarar 5,10% og kostaði olíutunnan 70,74 bandaríkjadali við lokun markaða vestan hafs nú síðdegis.