Hlutabréfamarkaðir hækkuðu á flestum stöðum í Evrópu í dag en að sögn Reuters fréttastofunnar má helst rekja hækkanirnar til hækkandi olíu- og gasverðs auk vona um lækkandi stýrivaxta í Bandaríkjunum.

FTSE 300 vísitalan, sem mælir helstu hlutabréfavísitölur Evrópu, hækkaði um 0,5%.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,7%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 0,5% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 1,6%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 2,1% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan einnig um 0,7%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan hins vegar um 0,7%, í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 2,1% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 1,1%.