Miklar sviptingar hafa verið á hlutabréfamörkuðum Norðurlandanna undanfarna tólf mánuði og eru mörg félög sem hafa bæði hækkað og lækkað á því tímabili, segir greiningardeild Landsbankans.

?Noregur á langflest félög af þeim úrvalsvísitölufélögum sem hafa hækkað mest eða átta af efstu tíu. Á toppnum trónir fiskeldisfyrirtækið Pan Fish en félagið hefur hækkað um 264,3% á síðustu tólf mánuðum. Hækkunina má að miklu leyti rekja til hækkunar á laxaverði. Á eftir Pan Fish koma félögin PGS, með 151,3% hækkun, og TGS Nopec með 150,7% hækkun en bæði eru í olíutengdum iðnaði," segir greiningardeildin.


Mynd fengin frá Landsbankanum

Á síðustu tólf mánuðum hefur finnski dekkjafyrirtækið Nokian Renkaat lækkað mest félaga á Norðurlöndunum eða um 31,7% á tímabilinu. ?Tvö íslensk félög ná inn á lista yfir mestu lækkanirnar sl. 12 mánuði en það eru Alfesca og Flaga. Flaga er einnig á listanum yfir lækkanir það sem af er árs með 20,2% lækkun og einnig Landsbankinn með jafnmikla lækkun," segir greiningardeildin.


Mynd fengin frá Landsbankanum