Greiningardeild Kaupþings banka segir að gétgátur séu uppi um að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti að minnsta kosti tvisvar sinnum á næsta ári.

Samkvæmt könnun Reuters fréttastofunnar er líklegt að seðlabankinn hækki stýrivexti í mars og september á næsta ári.

?Framvirkir vaxtasamningar gefa einnig til kynna að menn vænti nú frekari stýrivaxtahækkana á næsta ári. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína síðast þann 1. desember, úr 2% í 2,25%, sem var fyrsta vaxtahækkun bankans í fimm ár. En verðbólga á Evrusvæðinu hefur samt sem áður verið umfram 2% markmið bankans síðan í maí síðastliðnum," segir greiningardeild Kaupings banka.

Greiningardeildin segir að að auki einnig líkur á frekari stýrivaxtahækkunum að margar jákvæðar hagtölur hafa birst frá Evrópu að undanförnu. Til að mynda jókst einkaneysla í Frakklandi umfram væntingar í nóvember. Í seinustu viku mældust viðskiptavæntingar í Þýskalandi þær hæstu í fimm ár.

?Evrópunefndin lítur nú bjartari augum á hagkerfi Evrusvæðisins og spá samfelldum hagvexti á næsta ári. Á núverandi ársfjórðungi og þeim næsta spá þeir 0,4% til 0,8% hagvexti, en á þriðja ársfjórðungi mældist 0,6% hagvöxtur, sá mesti í þrjú ár," segir greiningardeild Kaupþings.