Greiningardeild Glitnis hefur hækkað verðmatsgengi Bakkavarar Group í 68,4 krónum á hlut úr 60.

Verðmatsgengið er talsvert yfir gengi á markaði (64,5). Ráðlegging bankans til fjárfesta er að halda bréfum sínum í félaginu.

Markgengi (e. target price) er 75,0 en það er spá okkar um hvar gengi bréfa í félaginu standi að sex mánuðum liðnum.

"Helstu ástæður fyrir hækkuðu verðmatsgengi eru hækkun á EBITDA framlegð á spátímabilinu, lækkuð ávöxtunarkrafa og hærri tekjur á spátímabilinu," segir greiningardeildin.