Hlutabréf í Asíu hækkuðu í fyrsta sinn í fjóra daga í dag. Tæknifyrirtæki og bankar leiddu hækkunina. Fyrirtækið Konica Minolta, sem eru næststærsti framleiðandi filma sem notaðar eru í vökvakristalsskjái hækkaði meira en félagið hefur gert í 7 ár eftir að fyrirtækið spáði því að hagnaður sinn myndi aukast.

Bankar hækkuðu einnig, en Westpac bankinn, sá fjórði stærsti í Ástralíu, kom fram með yfirtökutilboð í St. George bankann. Gangi samruni þessara banka í gegn verður til næststærsti banki Ástralíu úr honum.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 0,64% í dag. Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 1,52% og í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 0,66%.

Í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan um 0,98%.