Hækkun varð á Bandaríkjamarkaði í fyrsta sinn í þrjá daga í dag. Olíuverð lækkaði eftir að Kínverjar hækkuðu smásöluverð bensíns og olíu í Kína, en það ýtti undir væntingar um að eftirspurn á olíu kunni að minnka. Kína notar næstmest olíu allra landa í heiminum.

Vegna lækkunar olíuverðs hækkuðu flutningafyrirtæki í verði. Tæknifyrirtæki hækkuðu einnig í dag vegna hækkaðrar afkomuspár Broadcom.

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um 1,3%. Dow Jones hækkað um 0,3% og Standard & Poor´s hækkaði um 0,4%.

Olíuverð lækkaði um 3,4% í dag og kostar tunnan nú 132,1 Bandaríkjadal.