Hlutabréf hækkuðu vestan hafs í dag í fyrsta sinn í þessari viku eftir að tilkynnt var um betri hagnað en spáð hafði verið í tæknifyrirtækjum, iðnaði og tóbaksfyrirtækjum. Bankar og hrávöruframleiðendur lækkuðu hins vegar í verði.

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um 1,19%, Dow Jones hækkaði um 0,34% og Standar & Poor´s hækkaði um 0,29%.

Olíuverð hækkaði einnig lítillega, um 0,15% og kostar tunnan nú 118,25 Bandaríkjadali.