Hlutabréf á Bandaríkjamarkaði hækkuðu í dag, eftir að ýmis fyrirtæki tilkynntu betri afkomu en greiningaraðilar höfðu spáð. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi 58 fyrirtækja af 100 í Standard & Poor´s vísitölunni var betri en greiningaraðilar bjuggust við samkvæmt frétt Bloomberg fréttaveitunnar.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 2,61% í dag. Dow Jones hækkaði um 1,81% og Standard & Poor´s hækkaði einnig um 1,81%.

Olíuverð hækkaði einnig um 1,65% og er nú 116,76 Bandaríkjadalir á tunnu.