Hlutabréf hækkuðu í Evrópu í dag eftir að hafa lækkað nokkuð í gær en eins og áður hefur komið fram í dag binda fjárfestar vonir að við að björgunaraðgerðir bandarísku ríkisstjórnarinnar verði samþykktar á Bandaríkjaþingi innan skamms – sem síðan muni leiða til jákvæðra hreyfinga á mörkuðum.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði í dag um 1,8% eftir að hafa lækkað um tæpt prósent í morgun.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,7%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 2,4% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan snögglega undir lok dags um 0,4%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 2% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 2,4%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan hins vegar um 1,6%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 0,4%.

En í Osló hækkaði OBX vísitalan um 6,1%, mest allra í Evrópu í dag.