Fasteignaverð í Evrópu náði víðast hámarki árið 2006 en fór lækkandi í fyrra í kjölfar hækkandi vaxta. Tvær undantekningar eru þó þar á því samkvæmt athugun Royal Institution of Chartered Surveyours og  asteignafélagsins Savills hækkaði fasteignaverð á Íslandi og Kýpur á nýliðnu ári. Jón Guðmundsson, fasteignasali hjá Fasteignamarkaðnum, sagði að sín tilfinning fyrir fasteignamarkaðnum hér væri blendin.

„Það eru alltaf sveiflur í markaðnum og hann hefur gengið upp og niður með reglulegu millibili allt frá því að farið var að fylgjast með þróun fasteignaverðs á sjöunda áratugnum. Þetta er eins konar náttúrulögmál. Mér sýnist þessar bylgjur koma á um það bil fjögurra ára fresti þrátt fyrir undantekningar þar á.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .