Hlutabréf hafa hækkað það sem af er degi í Evrópu og hefur FTSEurofirst 300 vísitalan hækkað um 0,8% í dag. Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 0,2%. Þá hefur AEX vísitalan í Amsterdam hækkað um 1,1%, DAX vísitalan í Frankfurt um 0,7% og CAC 40 vísitalan í París um 0,9%.

Í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 2,5% en í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 0,4%.

Í Bandaríkjunum lækkuðu hlutabréf við opnun en hafa nú hækkað á ný á þeim tæplega klukkutíma síðan markaðir opnuðu í New York. Nasdaq hefur hækkað  um 0,2% en Dow Jones og S&P 500 um 0,1%.

Reuters fréttastofan greinir frá því að fréttir af yfirtöku súkkulaðiframleiðandans Mars og Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag Warren Buffet, yfir tyggjóframleiðandanum Wrigley Co . fyrir 22 milljarða dollara, hafi haft jákvæð áhrif á markaði vestanhafs.