Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag í þeim löndum sem á annað borð var opið með viðskipti. Það voru helst fjármálafyrirtæki og bílaframleiðslufyrirtæki sem hækkuðu. Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um 1,8% og í Suður Kóreu hækkuðu hlutabréf um 1,3%. Þá var hækkun upp á 2,25% í Taiwan.

Mitsubishi Heave Industries hækkaði um 6,3% eftir að félagið kynnti um nýtt verkefni upp á 150 milljarðar jéna sem felur í sér framleiðslu á flugvélavarahlutum.

Þá hækkaði stærsti banki Japans, Mitsubishi bankinn um 4,6% og næst stærsti bankinn, Mizuho Financial Group hækkaði um 4,7%.

Lokað var í Ástralíu, Hong Kong og Singapúr.