Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í kvöld lækkuðu stýrivextir í Bandaríkjunum um 25 stig í dag.

Mikil jákvæðni hefur ríkt á mörkuðum í dag eftir spennu síðustu daga. Talið er að mikil viðskipta verði með hlutabréf næstu daga í kjölfar lækkunar stýrivaxta. Lausafé sjóða mun einnig að öllum líkindum aukast.

Viðskipti með hlutabréf byrjuðu af þónokkrum krafti í morgun og biðu menn með eftirvæntinu með tilkynningu um lækkun stýrivaxta en tilkynningin um ákvörðunina var kynnt kl. 14:00 á staðartíma í New York.

Nasdaq hækkaði í dag um 1,51% og er nú 2.859,12 stig. Dow Jones hækkaði um 1% er nú 13.930,01 stig.