Hlutabréf í Evrópu hækkuðu í dag í kjölfar yfirlýsingar Seðlabanka Bandaríkjanna um að hann ætlaði að auka fjárstreymi til bankanna og hleypa lífi í skammtíma fjárfestingar.

Hækkunin í HBOS í Bretlandi og Banca Monte dei Paschi di Siena á Ítalíu er sú mesta í rúman mánuð. Efnaframleiðandinn Clariant hækkaði einnig mikið í kjölfar orðróms um yfirtöku fyrirtækisins. Royal Dutch Shell og StatoilHydro hækkuði einnig í framhaldi hækkun olíu.

FTSE 100 í London hækkaði um 0,3% og DAX í Þýskalandi um 0,8%. CAC40 í Frakklandi hækkaði um 0,3% en IBEX á Spáni lækkaði um 0,04%.