Hlutabréf á Bandaríkjamarkaði hækkuðu í dag, eftir mestu lækkun í mánuð í gær. Wal-Mart, stærsti smáseljandi í heimi, og News Corporation, stærsta fjölmiðlafyrirtæki í heimi, tilkynntu um meiri sölu en greiningaraðilar höfðu búist við og hrávöruframleiðendur hækkuðu vegna hærra gull- og olíuverðs.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,52% í dag. Dow Jones hækkaði um 0,41% og Standard & Poor´s hækkaði um 0,37%.

Olíuverð hækkaði um 0,67% í dag og kostar tunnan nú 124,36 Bandaríkjadali.