Hlutabréf hækkuðu í dag á Bandaríkjamarkaði meira en þau hafa gert í byrjun 2. ársfjórðungs í 70 ár, eftir 4 milljarða Bandaríkjadala hlutafjáraukningu fjárfestingabankans Lehman Brothers .

Bréf í Lehman Brothers hækkuðu í dag um tæplega 17%, um 6,36 dali á hlut og eru nú metin á 44 dali á hlut. Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um 3,67%. Dow Jones hækkaði um 3,19% og Standard & Poor´s hækkaði um 3,59%.

Verð á olíu lækkaði um 0,52% og er nú 101,05 dalir á tunnu.