Hlutabréf hækkuðu á Wall Street í dag í fyrsta sinn í 3 daga. Hækkun olíuverðs ýtti undir væntingar manna á markaði og bréf Exxon olíurisans hækkuðu um rúm 8% í dag vegna væntinga um samdráttur í olíuframleiðslu OPEC ríkjanna muni sporna gegn hruni olíuverðs.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 0,7% í dag. Dow Jones hækkaði hins vegar um 2,0% og Standard & Poor´s hækkaði um 1,3%.

Olíuverð hækkaði um 3% í dag og kostar olíutunnan nú 68,8 Bandaríkjadali.