Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,44% í gær og endaði í 6.675 stigum. Upphafsgildi ársins var 6.410 stig, en vísitalan hefur ekki verið lægri síðan 4. janúar, þegar hún stóð í 6.632 stigum. Til að síðustu spár greiningadeilda standist þarf Úrvalsvísitalan að hækka mikið á þeim rúma mánuði sem eftir er árs, því 16. október sl. spáði greiningardeild Landsbankans því að Úrvalsvísitalan myndi hækka um 37% á árinu, Glitnir spáði 32% árshækkun í skýrslu frá 4. október og Kaupþing spáði 33% hækkun á árinu 22. október.

Nánar er fjallað um lækkun úrvalsvísitölunnar á forsíðu Viðskiptablaðsins.