Markaðir í Asíu hækkuðu almennt í dag í litlum viðskiptum og eftir mikið flökt. Í Japan hækkuðu bréfin vegna væntinga um samruna í skaðatryggingageiranum, auk þess sem orkufyrirtæki hækkuðu í framhaldi af hækkun olíuverðs, að því er fram kemur í frétt MarketWatch.

Hlutabréf í Evrópu hafa almennt hækkað í fyrstu viðskiptum dagsins og hefur Euronext 100 vísitalan hækkað um 0,8% það sem af er degi.