Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu í dag þegar nokkur félög birtu afkomu yfir væntingum og óvænt aukning varð í pöntunum á varanlegum neysluvörum. Þetta kemur fram í frétt FT og þar segir einnig að minni sveiflur hafi verið í gengi hlutabréfa innan dags, en fjárfestar bíði nú vaxtaákvörðunar bandaríska seðlabankans á morgun.

S&P 500 hækkaði um 0,6%, Dow Jones um 0,8% og Nasdaq Composite um 0,4%.

Í frétt FT segir að margir fjárfestar séu varkárir til skamms tíma vegna ótta við samdrátt í Bandaríkjunum, frekari niðurfærslur í fjármálageiranum og óvissu um skuldatryggingarfélög.