Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag, annan daginn í röð og segir Bloomberg fréttaveitan að lækkandi olíuverð og styrking dollarans auka tiltrú fjárfesta á mörkuðum.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði um 0,8% og í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 1,5% og hefur ekki verið hærri frá því í janúar.

Þá hækkaði CSI 300 vísitalan í Kína um 0,3%, í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 0,6% og í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 1,2%.

Hins vegar lækkaði S&P 200 vísitalan í Ástralíu um 1%.