Hlutabréf í Asíu hækkuðu fjórða daginn í röð. Hækkunin nam 2,7% samkvæmt DJ Asia-Pacific vísitölunni. Að sögn Bloomberg er ástæðan væntingar um að björgunaraðgerðir fyrir bandaríska bílaframleiðendur og örvandi efnahagsaðgerðir stjórnvalda muni endurvekja vöxt í heiminum.

Í Japan hækkaði markaðurinn um 3,2%, um 3,6% í Hong Kong og um 2,7% í Sjanghæ.