Hlutabréf á Asíumarkaði hækkuðu fimmta daginn í röð í dag. Það sem helst olli því voru væntingar um að Kína muni tryggja sér frekari kolabirgðir frá öðrum löndum til að knýja áfram efnahagslíf sitt.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði í dag um 0,9%. Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 0,2%, í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 1,06% og í Ástralíu hækækaði S&P 200 vísitalan um 0,68%. Í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 0,41%.