Hækkun varð á Asíumörkuðum fjórða daginn í röð. Er það einkum vegna lækkandi hrávöruverðs auk þess sem styrking Bandaríkjadals hafði jákvæð áhrif á bíla- og raftækjaframleiðendur.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði um 1,3% í dag.

Japanska Nikkei 225 vísitalan hækkaði um 2,2% en kínverska Hang Seng vísitalan lækkaði um 0,2%.

Þá lækkaði Singapore Straits vísitalan um 0,3%.