Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag og voru það helst tækni og fjármálafyrirtæki sem leiddu hækkanir.

MSCI Kyrrahafsvísitalan hækkaði þannig um 1,2% en hefur engu að síður lækkað um 0,1% í þessari viku.

Þá hækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 2,9% og í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 1,5%.

Í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 2% en í Ástralíu lækkaði S&P/ASX 200 vísitalan um 0,1%.