Hlutabréf hækkuðu í Asíu í dag, þriðja daginn í röð en MSCI Kyrrahafs vísitalan hækkaði um 1,2%.

Þá hækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 1,9%, Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 1,6% og S&P 200 vísitalan í Ástralíu um 0.9%. Hlutabréf í Evrópu fara rólega af stað en hækka þó í byrjun dags.

Þannig hefur FTSEurofirst 300 vísitalan hækkað um 0,4% í morgun.

Þá hefur FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkað um 0,2%, DAX vísitalan í Frankfurt um 0,25%, AEX vísitalan í Amsterdam um 0,1% og CAC 40 vísitalan í París um 0,6%. Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkað um 0,1% og í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 1,25%.